Rifið út úr heshúsinu

skrifað 04. jún 2010
Rifið út úr heshúsinu

Í ágúst 2007 byrjuðum við að rífa út úr heshúsinu okkar í Hlíðarþúfum 120.

Það þurfti að brjóta niður veggi og gólf, endurnýja allar pípulagnir og rafmagn þannig að vinnan var óneitanlega mikil.

Það var svo 9 september sem innréttingarnar voru tilbúnar og komnar upp.

Allt eru það eins hesta stíur nema tvær tveggja hesta. Hesthúsið var 19 hesta en fækkar við breytinguna um einn hest.
Við bættum við tveimur stóðhestastíum og bættum við þremur gluggum þar sem þær eru
og hesthúsið því orðið mjög bjart og skemmtilegt.

Ný lofttúða er líka komin upp þannig að loftræstingin í húsinu verður með allra besta móti.

Uppi á kaffistofu settum við nýtt parket og hurð en frammi flísalögðum við klósettið, forstofuna og niður stigann. Útkoman er hreint út sagt frábær og húsið orðið eins og nýtt. Það fer ákaflega vel um bæði hesta og menn og verður vinnan enn skemmtilegri í þessu nýja umhverfi.

Takk takk kveðja Friðdóra

Hægt er að smella á allar þessar myndir til að stækka þær.

Eldra efni