Skírn

skrifað 18. jún 2010
Skírn

Þann 11.september 2007 leit dagsins ljós ný prinsessa. Hún var skírð Kolbrún Sif í Hásölum við Hafnarfarðarkirkju þann 21.Október og var þetta ofsalega skemmtilegur dagur þar sem stórfjölskyldan safnaðist saman í tilefni dagsins.

Eftir skírnina var farið heim og gætt sér á heitum réttum og gómsætum tertum. Stúlkan dafnar mjög vel, er heilbrigð og stækkar heil ósköp. Hún Þórdís Birna stóra systir tekur þessu öllu voðalega vel og er frekar ánægð með litlu systir sína þótt lífið hafi óneitanlega breyst.

Hér er mynd af fjölskyldunni á skírnardaginn. Skrírnartertan var mjög flott og sérstaklega ljúffeng.
Kveðja Friðdóra.

Skírn

Eldra efni