Um Hestaval

Hestaval samanstendur af þeim Sindra Sigurðssyni og Friðdóru Friðriksdóttur og er staðsett í Hlíðarþúfum í Hafnarfirði. Þau eru bæði menntaðir reiðkennarar og þjálfarar frá Hólaskóla en einnig starfandi gæðingadómarar. Þau hafa verið virk í flestu sem viðkemur hestamennsku eins og keppni, kennslu hérlendis sem erlendis og hestasölu en nýlega hafa þau einnig byrjað á ræktun.

Sindri og Friðdóra eru bæði Íslandsmeistarar í 5-gang og hafa náð góðum árangri í keppni.

Í kennslunni leggja þau áherslu á að nemendur fái þá kennslu sem hentar hverju sinni og þá oft með keppni sem markmið. Einnig voru þau með knapamerkjakerfið hjá sörla veturinn 2007og alls um 60 krakka.

Þau leggja upp úr því að vera með gangóð og heilsteypt hross til sölu og finna hesta sem passar knapanum vel og fylgja því eftir með kennslu og þjálfun ef óskað er