Þjálfun

Við hjá Hestaval höfum töluvert af hrossum í þjálfun fyrir fólk sem býr í Bandaríkjunum en tökum einnig að okkur hross í þjálfun eða áframhaldandi tamningu fyrir aðra.

Þjálfunaraðferð okkar er aðallega byggð á eigin reynslu í gegnum árin og einnig þeirri menntun sem við fengum út úr Hólaskóla. Við leggjum áherslu á jákæða uppbyggingu hestsins og að þjálfunin sé fjölbreytt og skemmtileg. Þannig reynum við að draga fram fallegra fas og viðhalda vissum frjálsleika jafnvel sjálfstæði hestsins sem er þó undir stjórn og agaður.

Reiðlistin er alltaf að þróast og við viljum stöðugt verða betri. Þess vegna sækjum við þau endurmenntunarnámskeið sem FT og Hólaskóli standa fyrir ár hvert, sem og einkatíma hjá öðrum reiðkennurum. Þannig uppfærum við þekkingu okkar og bætum okkur sem tamningamenn, þjálfarar og reiðkennarar.